Nýjast á Local Suðurnes

Fyrsti leikur Keflvíkinga undir stjórn nýs þjálfara í kvöld

Nýr þjálfari Keflvíkinga í knattspyrnu, Þorvaldur Örlygsson mun stjórna liðinu í fyrsta skipti í kvöld þegar liðið tekur á móti Valsmönnum í æfingaleik í Reykjaneshöllinni. Keflvíkingar féllu sem kunnugt er úr Pepsí-deildinni eftir að hafa einungis unnið tvo leiki í deildinni síðastliðið sumar, á meðan Valsmenn enduðu deildina í því fimmta.

Keflvíkingar töpuðu báðum leikjum sínum gegn Val í deildinni síðasta sumar með eins marks mun, 1-2 og 3-2.

Keflvíkingar ætla sér stóra hluti í fyrstu deildinni í sumar og hafa endurnýjað samninga við flesta leikmenn auk þess sem bætt hefur verið í hópinn. Þá hefur ný stjórn tekið við hjá félaginu.

Leikurinn fer fram í Reykjaneshöllinni og hefst klukkan 19.