Nýjast á Local Suðurnes

Flottur Njarðvíkursigur í Vesturbænum – Grindavík í þriðja sætið eftir öruggan sigur

Björn Kristjánsson átti góðan leik, eins og allt Njarðvíkurliðið, í 72-61 sigri á Íslands- og bikarmeisturum KR. Björn skoraði 24 stig og tók 5 fráköst. Jeremy Atkinson gerði svo fína tvennu í leiknum með 18 stigum og 10 fráköstum.

Njarðvíkurliðið kom vel und­ir­búið til leiks og átti svör við flestum aðgerðum KR-inga í þessum leik, vörnin hélt sóknarnýtingu KR-inga í algjöru lágmarki, hvort sem um var að ræða tveggja-, þriggjastiga- eða vítakot, og ljóst að koma Atkinson þéttir vörnina vel. Þá gekk sókn Njarðvíkinga eins og smurð vél.

Björn Kristjáns­son skoraði sem fyrr segir 24 stig og Jeremy Atkin­son 18, Logi Gunn­ars­son kom svo næstur með 14 stig.

Grinda­vík náði í sinn sjötta deildarsig­ur á tíma­bil­inu þegar liðið lagði botnlið Snæfells í Mustad-höllinni í Grindavík, 108-72. Með sigrinum komust Grindvíkingar í þriðja sæti deildarinnar, hafa 12 stig líkt og topplið KR og Stjörnunnar sem er í öðru sæti.

Lew­is Cl­inch Jr. var með 25 stig fyrir Grindvíkinga og Dag­ur Kár Jóns­son var með 18 stig.