sudurnes.net
Fjör á fjölmennasta sundmóti landsins - Myndir! - Local Sudurnes
Um síðustu helgi fór fram eitt fjölmennasta sundmót landsins, Landsbankamót ÍRB. Um 400 sundmenn sóttu þá Reykjanesbæ heim ásamt þjálfurum, foreldrum og öðrum aðstandendum. Að loknu Landsbankamótinu fór fram hið árlega lokahóf ÍRB, þar sem bæði eru gerð upp afrek 2015 og sundársins 2015-2016. Fjölmargar viðurkenningar og verðlaun voru veitt á lokahófinu, en um 200 manns mættu á hófið. Boðið var upp á skemmtiatriði, eitt frá Akurskóla; Bugsy Malone og annað frá stúlkum úr Framtíðarhópi sem var dans. Þá voru dregnir út fjölmargir happdrættisvinningar. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá helginni. Á Fésbókarsíðu sundráðsins er að finna hundruð mynda frá mótinu og á heimasíðu sunddeildarinnar má finna öll úrslit frá mótinu. Meira frá Suðurnesjum160 krakkar kepptu á Speedomóti ÍRBEl Sjeiks sigruðu á vel heppnuðu fyrirtækjamóti í blaki – Myndir!Hegðun fólks í hagsveiflumGrindavíkurstúlkur hófu tímabilið með stæl – 9-0 sigur á GróttuÆtla sér að taka hressilega á Stjörnumönnum – Betra að mæta snemma LjónagryfjunaMár Gunnarsson með sex Íslandsmet á Haustmóti ÁrmannsGrindavíkurbær einfaldar samningagerð við íþróttahreyfingunaJón Oddur kláraði SWISSMAN Xtreme á 17 klukkustundumReglur koma í veg fyrir að hægt sé að styrkja afreksíþróttafólk í undirbúningi fyrir ÓLMetþátttaka í Strandarhlaupi Þróttar