sudurnes.net
Eyjamenn ráku síðasta naglann í kistu Keflvíkinga - Local Sudurnes
Keflvíkingar eru svo gott sem fallnir úr Pepsí-deildinni í knattspyrnu eftir 0-3 tap gegn ÍBV í dag, Keflvíkingar eru 11 stigum frá öruggu sæti og einungis 12 stig eftir í pottinum. Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum í dag og skoruðu tvö mörk á sjö mínútna kafla eftir um hálftíma leik og þannig var staðan í hálfleik. Þriðja markið kom svo á 73. mínútu og öruggur sigur ÍBV í höfn. Keflvíkingar sem sitja á botni deildarinnar með sjö stig eftir 18 leiki eiga eftir að leika gegn Val, ÍA, Stjörnunni og Leikni en liðið þarf sigur í öllum þessum leikjum auk þess sem þeir þurfa að treysta á að önnur lið í fallbaráttunni tapi sínum. Meira frá SuðurnesjumGrindvíkingar töpuðu gegn ÞróttiFyrsta tap Njarðvíkinga – Víðir í fjórða sæti eftir sigur í markaleikGrindavík á toppnum í kvennaboltanumSterkir Víðismenn lögðu Kára á AkranesiKeflvíkingar fengu skell í KópavogiKeflavík nálgast Pepsí-deildina – Ótrúlegur endurkomusigur gegn ÍRSigur hjá Grindavík en tap hjá Keflavík í kvennaboltanumKeflavíkurstúlkur með sigur í fyrsta mótsleik ársinsStaðan orðin alvarleg hjá NjarðvíkingumVíðir heldur sæti sínu í 3. deild þrátt fyrir tap