sudurnes.net
Erna Freydís hlaut Áslaugarbikarinn og Snjólfur Marel Elfarsbikarinn - Local Sudurnes
Erna Freydìs Traustadòttir hlaut í dag Áslaug­ar­bik­ar­inn á lokahófi yngri flokka Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Bikarinn er af­hent­ur þeim leik­manni í kvenna­flokki Njarðvík­ur í körfu­bolta sem þykir skara framúr. Áslaugarbikarinn er farandbikar, sem gefinn var af fjöl­skyldu Áslaug­ar heit­inn­ar Óla­dótt­ur, sem lést árið 2000. Áslaug­ lék í yngri flokk­um UMFN og var einnig öfl­ug í starfi hjá Ung­lingaráði félagsins. Þá hlaut Snjòlfur Marel Stefànsson Elfarsbikarinn, en þar er einnig um að ræða farandbikar sem veittur er efnilegasta leikmanni karlaliðs Njarðvíkur. Elfars­bik­ar­inn er gef­inn af fjöl­skyldu Elfars heit­ins Jóns­son­ar sem lést árið 1988. Líkt og Áslaug lék Elfar með yngri flokkum félagsins. Meira frá SuðurnesjumHávaxinn framherji til NjarðvíkurSigurjónsbakarí sett á söluRagnheiður Sara keppir um sæti á Heimsleikunum um helgina – Fylgstu með í beinni!Sigurður hættir með KeflavíkIngvar Jónsson til Sandefjord í norsku B-deildinniFjórir framlengja við VíðiLogi Gunnarsson tekur við þjálfun yngri flokka UMFN af Einari ÁrnaMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnKeflavík semur við unga og efnilega leikmennBjörgvin nýr þjálfari Þróttar Vogum