Nýjast á Local Suðurnes

EM U20 í körfuknattleik – Suðurnesjamennirnir standa sig vel

Jón Axel var valinn íþróttamaður ársins 2015 í Grindavík

Íslenska landsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum undir tuttugu ára aldri, heldur til í Grikklandi um þessar mundir, þar sem það tekur þátt í  B-deild Evrópukeppninnar. Liðið hefur leikið þrjá leiki á mótinu, einn hefur tapast, gegn Hvít-Rússum, 70-73 en tveir hafa unnist, á laugardag vann liðið frækinn 71-65 sigur á Rússum og í gær lagði liðið Eistland með 75 stigum gegn 72.

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson fór á kostum í liði Íslands gegn Rússlandi, en körfuknattleiksmaðurinn ungi skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og var með 5 stolna bolta en næstur honum kom Kári Jónsson með 14 stig skoruð og 3 fráköst. í Sigrinum á Eistlandi skorað Jón Axel 7 stig, en hann hefur skorað 18,3 stig að meðaltali í mótinu. Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson er einnig í liðinu og hefur sömuleiðis staðið sig vel, hann hefur gert 6,3 stig að meðaltali í leik og tekið 7 fráköst.

Liðið leikur lokaleik sinn í riðlakeppninni á miðvikudag klukkan 15.45 gegn Póllandi, hægt er að fylgjast með í beinni á Youtube-síðu finnska körfuknattleikssambandsins.