Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már yfirgefur Njarðvíkinga sem fá reynslubolta í staðinn

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Evaldas Zabas um að ganga til liðs við félagið fyrir komandi keppnistímabil í Domino´s-deild karla. Þá mun einn besti leikmaður Dominos-deildarinnar á síðasta ári, Elvar Már Friðriksson yfirgefa herbúðir Njarðvíkinga og halda í atvinnumennsku.

Zabas hefur leikið víða, í sterkum deildum í Þýskalandi, Englandi, Svíþjóð, Tékklandi, Kanada, Litháen, Eistlandi, Grikklandi og Belgíu og í vetur lék hann með TAU Castello í LEB gold á Spáni.

Elvar Már hefur náð samkomulagi við sænska félagið Borås, en það lið fór alla leið í úrslitaeinvígi sænsku úrvalsdeildarinnar í vor en tapaði.