Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már yfir 1000 stigin fyrir Barry háskóla

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson náði tvöfaldri tvennu þegar hann skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar með liði Barry háskóla í leik gegn Rollins í bandarísku háskóladeildinni í körfuknattleik í gær. Með stigunum 20 komst Elvar Már í hóp þeirra 9 nemenda sem hafa skorað yfir 1000 stig fyrir liðið frá upphafi.

Tölfræði Elvars hjá Barry er góð, en á tímabilinu er körfuknattleiksmaðurinn ungi með 18,4 stig að meðaltali í leik, 7,7 stoðsendingar og 54% skotnýtingu, þar af 50% þriggja stiga nýtingu eftir sjö leiki á tímabilinu, en hann hefur hitt úr 21 af 42 þriggja stiga skotum sínum.

Barry sigraði leikinn gegn Rollins með 103 stigum gegn 91.