Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már með flest stig að meðaltali í undankeppni HM

Mynd: Heimasíða Barry háskóla

Landsliðsmaðurinn og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti mjög góða leiki í undankeppni HM í körfuknattleik sem hefur verið í gangi undanfarna mánuði.

Ísland var aðeins einu stigi frá því að komast áfram í aðalkeppnina, eins og alkunna er. Óhætt er að segja að Elvar Már hafi lagt sítt af mörkum, en hann varð stigahæstur allra í undankeppninni, með 20.7 stig að meðaltali í leik. Ludvig Hakanson frá Svíþjóð var í öðru sætinu með 20.5 og Tornike Shengelia frá Georgíu var í því þriðja með 19.5 stig að meðaltali í leik. Frá þessu er greint á vefnum karfan.is.