sudurnes.net
Elvar Már með enn einn stórleikinn - "Friðriksson var bara Friðriksson" - Local Sudurnes
Lið Barry háskóla í bandaríkjunum er komið áfram í 16-liða úrslit NCAA keppninnar í körfuknattleik eftir 91-87 sigur á Eckerd í nótt. Elvar Már Friðriksson átti stórleik, skoraði 29 stig, tók fimm fráköst og átti átta stoðsendingar – Auk þess var Elvar Már svellkaldur á vítalínunni, þegar hann setti bæði skotin ofan í þegar 10 sekúndur lifðu leiks í stöðunni 87-86 fyrir Eckerd, en kappinn skoraði úr 8 af 11 vítaskotum sínum í leiknum. Butch Estes, þjálfari Barry var að vonum ánægður með sigurinn og hrósaði liði sínu í hástert. “Ég held að Kenan Guzonjic hafi leikið sinn besta leik í vetur. En Elvar Friðriksson, ja, hann var bara Elvar Friðriksson.” Sagði þjálfarinn við heimasíðu íþróttadeildar Barry eftir leikinn. Hér fyrir neðan má sjá þá félaga Kenan Guzonjic og Elvar Friðriksson ræða leikinn í gær, liðið leikur svo gegn Alabama-Huntsville í 16-liða úrslitunum í nótt. Meira frá SuðurnesjumElvar Már tók málin í sínar hendur – Barry í átta liða úrslit í annað sinn í sögunniElvar Már og félagar í 32-liða úrslit NCAA – Hefja leik þann 11. marsElvar Már leikmaður ársins í SSC deildinni – Tryggðu sér sæti í undanúrslitumFín byrjun hjá Suðurnesjamönnunum í háskólaboltanumElvar Már með flestar stoðsendingar í háskóladeildinniElvar Már lykilmaður [...]