Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már með 37 stig í góðum sigri – Úrslitakeppnin hefst í næstu viku

Elvar Már Friðriksson

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson heldur áfram að gera það gott í bandaríska háskólaboltanum í körfuknattleik, kappinn gerði sér lítið fyrir og skoraði 37 stig í 113-102 sígri á Florida Tech háskólanum í gær, þar af 26 af 59 stigum liðsins í fyrrihálfleik.

Með 37 stigunum í gærkvöldi jafnaði Elvar Már stigamet Barry á þessu tímabili. Elvar Már var auk þess með 9 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum. Lið Barry endaði deildarkeppnina í fyrsta sæti síns riðils og hefur leik í úrslitakeppninni á miðvikudagskvöld í næstu viku, en þar leikur liðið á ný gegn Florida Tech.