Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már fer vel af stað með Barry

Elvar Már Friðriksson

Háskólaboltinn í Bandaríkjunum hefst á næstu dögum og eru liðin á fullu í æfingaleikjum þessi misserin. Lið Barry háskóla sem Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson leikur með tapaði fyrsta leik sínum á undirbúningstímabilinu gegn liði Miami 73-62, í leik þar sem lið Miami réði ferðinni allan leikinn.

Elvar Már átti þó fínan dag, skoraði 17 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 5 fráköst, en hann var með 10,8 stig að meðaltali í leik á síðustu leikstíð, auk þess að setja met í fjölda stoðsendinga, en hann var með 267 slíkar á síðasta ári.

Deildarkeppnin hefst hjá Barry-liðinu þann 12. nóvember næstkomandi, en þá taka Elvar Már og félagar á móti liði Johnson & Wales.