sudurnes.net
Elvar Már fer vel af stað - Gulltryggði sigurinn af vítalínunni í mikilvægum leik - Local Sudurnes
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var svellkaldur á vítalínunni, þegar hann gulltryggði sigur Barry háskóla á liði Eckerd, 93-89, í bandarísku háskóladeildinni í körfuknattleik í gær. Elvar setti niður tvö vítaskot þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks í stöðunni 91-89, en áður hafði kappinn sett niður mikilvæga þriggja stiga körfu þegar jafnt var á öllum tölum. Leikir liðanna eru ávallt mjög jafnir, en liðin skiptust 15 sinnum á að hafa forystu í leiknum í gær og fimm sinnum voru liðin jöfn að stigum. Þá hafa fjórar síðustu viðureignir liðanna endað með fjögurra stiga mun eða minna. Elvar Már fer vel af stað með Barry, en liðið hefur leikið tvo leiki í deildinni og hefur kappinn skorað 47 stig í leikjunum tveimur og gefið 13 stoðsendingar. Þá er kappinn með um 55% nýtingu í skotum fyrir utan þriggja stiga línuna það sem af er mótinu. Meira frá SuðurnesjumElvar Már með sigurkörfuna á síðustu sekúndu eftir tvær framlengingarElvar Már með enn einn stórleikinn – “Friðriksson var bara Friðriksson”Elvar Már í sögubækurnar – Leikmaður ársins annað árið í röðElvar Már með flestar stoðsendingar í háskóladeildinniNjarðvík í úrslit GeysisbikarsinsKeflavík tapaði í Þorlákshöfn – Grindvíkingar efstir af SuðurnesjaliðunumElvar Már nálægt því að slá 17 ára gamalt skólamet [...]