sudurnes.net
Elvar Már á meðal 100 bestu í bandaríska háskólaboltanum - Tilnefndur til verðlauna - Local Sudurnes
Körfuknattleiksmaðurinn Elvar Már Friðriksson er í hópi 100 bestu leikmanna sem leika með “minni” háskólaliðunum í Bandaríkjunum og hefur verið tilnefndur til verðlauna, The Bevo Francis Award, í þessum flokki. Eins og fyrr segir eru 100 leikmenn minni liða tilnefndir til verðlaunanna, en hópurinn verður skorinn niður í 50 leikmenn þann 15. febrúar næstkomandi. Elvar Már hefur farið mikinn með liði Barry háskóla það sem af er tímabilinu, hann hefur skorað að meðaltali 14,6 stig, gefið 8,1 stoðsendingu og er með rétt tæplega 90% vítanýtingu. Elvar Már er í 5. sæti á landsvísu yfir þá leikmenn sem gefið hafa flestar stoðsendingar í háskólaboltanum. Meira frá SuðurnesjumElvar Már verðmætasti leikmaður Barry háskólaElvar Már lykilmaður í sögulegum sigri Barry háskólansNíu Suðurnesjamenn valdir í æfingahóp körfuknattleikslandsliðsinsElvar Már einn besti leikmaður Barry frá upphafiElvar Már heldur áfram að hlaða á sig viðurkenningum í bandaríska háskólaboltanumElvar Már og félagar í 32-liða úrslit NCAA – Hefja leik þann 11. marsElvar Már leikmaður ársins í SSC deildinni – Tryggðu sér sæti í undanúrslitumElvar Már með 37 stig í góðum sigri – Úrslitakeppnin hefst í næstu vikuElvar Már í 8-liða úrslitunum – Sjáðu leikinn í beinni!Elvar Már aftur valinn leikmaður vikunnar í SSC-deildinni