Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már á meðal 100 bestu í bandaríska háskólaboltanum – Tilnefndur til verðlauna

Elvar Már Friðriksson

Körfuknattleiksmaðurinn Elvar Már Friðriksson er í hópi 100 bestu leikmanna sem leika með “minni” háskólaliðunum í Bandaríkjunum og hefur verið tilnefndur til verðlauna, The Bevo Francis Award, í þessum flokki.

Eins og fyrr segir eru 100 leikmenn minni liða tilnefndir til verðlaunanna, en hópurinn verður skorinn niður í 50 leikmenn þann 15. febrúar næstkomandi.

Elvar Már hefur farið mikinn með liði Barry háskóla það sem af er tímabilinu, hann hefur skorað að meðaltali 14,6 stig, gefið 8,1 stoðsendingu og er með rétt tæplega 90% vítanýtingu. Elvar Már er í 5. sæti á landsvísu yfir þá leikmenn sem gefið hafa flestar stoðsendingar í háskólaboltanum.