sudurnes.net
Daníel Guðni Guðmundsson ráðinn til Njarðvíkur - Local Sudurnes
Daníel Guðni Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Njarðvík en hann skrifaði í dag undir samning við félagið til næstu tveggja ára. Daníel er menntaður íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með mastersgráðu í Íþróttasálfræði frá Háskólanum Lund í Svíþjóð. Daníel hefur átt farsælan feril sem körfuknattleiksmaður en hann ólst upp í Njarðvík sem og þjálfaði yngri flokka hjá félaginu. Síðast spilaði hann þó með Grindavík sem og þjálfaði kvennalið Grindavíkur með góðu móti. Daniel tekur við liðinu af Friðrik Inga Rúnarssyni sem hætti með liðið í fyrradag. Daníel tekur því við öflugu búi og mun áfram stuðla að þeirri uppbyggingu sem félagið hefur staðið fyrir síðustu ár. Gunnar Örlygsson formaður deildarinnar segir Daníel vera hæfan þjálfara, nær vel til leikmanna og að auki vel menntaður íþròttasálfræðingur. Hann er greinilega metnaðarfullur fyrir komandi verkefni og ekki skemmir fyrir að hann er uppalinn Njarðvíkingur sem snýr nú aftur á heimaslóðir. Hann fær nú verðugt verkefni i fangið en um leið algeran stuðning stjórnar KKD UMFN sem var einhuga um ràðningu Daníels. Meira frá SuðurnesjumHannes Jón nýr þjálfari Reynis SandgerðiPáll Axel tekur við GrindavíkFriðrik Ingi aftur í NjarðvíkurnarBjarni og Hólmar taka við NjarðvíkDaníel aðstoðar konur og karla í GrindavíkSigurður Ragnar í [...]