sudurnes.net
Cruz til Grindavíkur sem mætir Stjörnunni í kvöld: "Ég vil heyra læti, lalala læti !!!!" - Local Sudurnes
Grindavík hefur fengið spænska varnarmanninn Edu Cruz aftur í sínar raðir. Cruz var fastamaður hjá Grindavík þegar liðið fór upp úr Inkasso-deildinni í fyrra. Í vetur fór hann síðan til Raufoss í norsku C-deildinni „Við erum að sækja leikmann sem við þekkjum mjög vel og hann þekkir okkur. Hann kemur í góðu formi frá Raufoss í Noregi. Það er mjög ánægjulegt að hann komi aftur,” sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net. Grindvíkingar höfðu áhuga á að fá varnarmanninn Admir Kubat í sínar raðir frá Þrótti Vogum en þær samningaviðræður sigldu í strand. Grindvíkingar mæta Stjörnunni í Pepsí-deildinni klukkan 20 í kvöld og hefur Cruz fengið heimild til að taka þátt í þeim leik, en Óli Stefán kallar eftir stuðningi úr Grindavík á Stjörnuvöll í kvöld, en liðið hefur sett sér ný og háleidd markmið. Nú á dögunum setti hópurinn sér ný og háleidd markmið. Til þess að þau náist þarf mikið að ganga upp en við erum hvergi smeykir. Markmiðin liggja í því að gera betur en Grindavík hefur gert áður. Safna fleiri stigum en við höfum gert áður og skrá okkur í bækur knattspyrnusögu Grindavíkur !! Í kvöld vil ég fá alla sanna stuðningsmenn gula og glaða standa með sínu [...]