sudurnes.net
Búist við að Stefan Bonneau fái nokkrar mínútur í kvöld - Local Sudurnes
Stefan Bonneau má allt eins búast við því að fá að spila nokkrara mínútur með Njarðvíkingum gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik, sem fram fer í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Það yrði þá fyrsti leikurinn sem hann tæki þátt í með aðalliði Njarðvíkinga síðan hann sleit hásin í september síðastliðnum. Teitur Örlygsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga staðfesti þetta í samtali við körfuboltavefinn Karfan.is “Oddur bað hann um smá hjálp og Stefan fannst gott að heyra það. Ég geri ráð fyrir því að hann hvíli Odd í kvöld þegar þurfa þykir.” sagði Teitur kíminn í samtali við karfan.is. Bonneau lék tæpan stundarfjórðung með B-liði Njarðvíkinga í 2. deildinni á dögunum og þótti standa sig ágætlega miðað við að hafa verið frá allt tímabilið. Meira frá SuðurnesjumBonneau sleit hásin í hægri fæti – Stendur til boða að vera áfram í NjarðvíkGrindavíkurtap á heimavelli og Keflavíkurtap á útivelliBonneau mögulega áfram hjá Njarðvíkingum þrátt fyrir meiðsliHaukur Helgi rær á önnur miðStjarnan lagði Njarðvík í Ljónagryfjunni – Bonneau með flotta endurkomuKeflvíkingar senda gíróseðla á bæjarbúa – Vantar nýjan markvörðNjarðvík með tvo erlenda leikmenn í vetur – Stefan Bonneau klár í slaginnÞróttarar fagna – Frítt á völlinnBonneau allur að koma til – Myndband!Hvernig [...]