Nýjast á Local Suðurnes

Brynjar Þór hættur með Þrótt Vogum – Náði besta árangri í sögu liðsins í sumar

Brynjar Þór Gestsson þjálfari Þróttar Vogum hefur sagt upp störfum sem þjálfar liðsins, en samhliða meistaraflokksþjálfun var hann yfirþjálfari barna og unglingastarfs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar.

“Það er sam­dóma álit stjórn­ar UMFÞ og Knattspyrnudeildar UMFÞ að Brynjar hafi sinnt starfi sínu vel og sam­starf við hann inn­an fé­lags verið til mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar. Þróttur Vogum kann hon­um mikl­ar þakk­ir fyr­ir sitt fram­lag til knattspyrnunnar í Vogum og ósk­ar hon­um og hans fjölskyldu alls hins besta í framtíðinni.” Segir í tilkynningunni.

Uppgangur félagsins hefur verið hraður undanfarin ár, en Þróttur Vogum tryggði sér sæti í 2. deild í fyrsta sinn í sögunni í sumar og ætlar félagið sér stærri hluti á komandi árum.

Stjórn knattspyrnudeildar ætlar að leggja áherslu á að halda þeim leikmönnum sem fyrir eru hjá félaginu og hefur framkvæmdastjóra Þróttar verið falið að leita eftirmanns Brynjars og mun sú vinna hefjast á næstu dögum.