sudurnes.net
Bjóða á fjórða hundrað ungum iðkendum til körfubolta- og pizzaveislu - Local Sudurnes
Körfuknattleiksdeildir Keflavíkur og Njarðvíkur í samstarfi við Humarsöluna munu bjóða iðkendum deildanna á aldrinum 6 – 9 ára, auk leikskólahóps, til körfubolta- og pizzaveislu á sunnudag. Yngri flokka starf félaganna hefur verið í miklum blóma undanfarin misseri og hefur iðkendum fjölgað ört, bæði í Keflavík og Njarðvík og unnu félögin nokkra Íslandsmeistaratitla í íþróttinni. Það er því ljóst að framtíðin er björt í körfuboltanum í Reykjanesbæ, en alls munu vel á fjórða hundrað börn mæta til leiks á vegum beggja félaga á sunnudag og mun fjörið standa yfir nær allan daginn í TM-Höllinni við Sunnubraut. Meira frá SuðurnesjumAkstursíþróttafélag Suðurnesja kynnir rallycrossNjarðvíkingar nældu sér í dýrmætt stig í fallbaráttunniAfleitar lokamínútur kostuðu Njarðvík sigur á SauðárkrókiKeflavík Powerade-meistari í unglingaflokki og Grindavík í 9. flokki stúlknaSetja upp frisbígolfvöll við AragerðiRagnarök keppa gegn Come On Bear í hjólaskautaati í GarðiRafn Markús verður yfirmaður knattspyrnumála hjá NjarðvíkÞróttur Vogum semur við landsliðsmann frá FæreyjumKörfuboltaveisla í Keflavík í vikunni – El-Classico á föstudagÓmar Jóhannsson þjálfar markverði hjá Keflavík