Nýjast á Local Suðurnes

Bættu 14 ára gamalt landsmet í boðsundi á HM

Sveit Íslands í 4×50 m skriðsundi karla setti lands­met í grein­inni þegar hún varð í þrett­ánda sæti á heims­meist­ara­mót­inu í 25 metra laug. Heimsmeistaramótið fer fram í Windsor í Kan­ada.

Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son frá ÍRB er í sveitinni ásamt þeim Aron Erni Stef­áns­syni, Vikt­or Mána Vil­bergs­syni og Krist­ni Þór­ar­ins­syni. Félagarnir  syntu á tímanum 1:31,07 mín­útu og bættu fjór­tán ára gam­alt met lands­sveit­ar frá 2002 sem var 1:32,29 mín­úta.

Tíminn dugði drengjunum þó ekki til að komast í úrslit, en til þess þurfti að lenda í áttunda sæti eða ofar.