Nýjast á Local Suðurnes

Auka stuðning við Víði vegna ferðakostnaðar

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs samþykkti á fundi sínum þann 23. febrúar síðastliðinn aukinn styrk til Knattspyrnudeildar Víðis vegna ferðakostnaðar. Víðir átti frábært tímabil á síðasta ári og vann sér sæti í 2. deildinni í knattspyrnu.

Um er að ræða viðbót við samning sveitarfélagsins varðandi stuðning við tiltekna þætti í starfsemi félagsins.