Nýjast á Local Suðurnes

Auðveldur sigur hjá Njarðvíkingum á Selfossi

Erlend og innlend lið hafa áhuga á að fá Hauk Helga í sínar raðir

Njarðvíkingar heimsóttu lið FSu á Selfoss í Domins-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Það var augljóst að Herrakvöld þeirra Njarðvíkinga sem haldið var um helgina hefur haft góð áhrif á mannskapinn því sigurinn í kvöld var í auðveldari kantinum, lokatölur 82-110.

Fyrsti leikhlutinn var sá eini sem bauð upp á einhverja spennu, liðin skiptust á að hafa forystu en í upphafi annars leikhluta átti Haukur Helgi Pálsson stórleik og Njarðvíkingar náðu góðu forskoti, staðan í hálfleik 33-57.

Leikmenn FSu voru ekki í neinum takti við leikinn í síðari hálfleik og hefði sigur Njarðvíkinga hæglega getað orðið stærri, lokatölurnar 82-110.

Haukur Helgi Pálsson var bestur í liði Njarðvíkinga í kvöld og ljóst að liðið hefur gert vel í að landa samningum við leikmanninn, sem hefur greinilega góð áhrif á leik liðsins. Marquise Simmons átti góða spretti og það sama má segja um unglambið Loga Gunnarsson.