Nýjast á Local Suðurnes

Auðveldur Grindavíkursigur tryggði sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildarinnar

Grindvíkingar eru kom­nir í úr­slita­ein­vígið í Dom­in­os-deild­ karla í körfu­knattleik, en þar mun liðið annað hvort mæta KR eða Kefla­vík. Liðið valtaði yfir Stjörnuna í þriðja leik liðanna sem fram fór í dag, 69-104.

Grindvíkingum gekk vel í vörn se sókn í dag, liðið var til að mynda með um 50% nýtingu úr skotum fyrir utan þriggja stiga línuna og vörnin hélt svo sannarlega, en Stjörnumenn skoruðu einungis 29 stig í fyrri hálfsleik. Þá átti Dagur Kár Jónsson fínasta leik í fyrri hálfleik, en í honum skoraði kappinn 15 stig. Staðan í hálfleik var 54-29 Grindvíkingum í vil.

Stjörnumenn náðu svo ekki að komast inn í leikinn að neinu ráði í síðari hálfleik og Grindvíkingar lönduðu frekar auðveldum sigri.

Dag­ur Kár Jóns­son skoraði 23, Þor­steinn Finn­boga­son 22 og Lew­is Cl­inch Jr. 21.