Nýjast á Local Suðurnes

Áströlsk markamaskína í Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur tryggt sér krafta ástralskrar markamaskínu í baráttuna í 1. deild knattspyrnunnar. Sá heitir Joey Gibbs en hann hefur leikið í efstu og næstefstu deild í heimalandinu.

Á Instagram-síðu Keflavíkur segir að Gibbs sem er 27 ára gamall hafi skorað 43 mörk í 113 leikjum fyrir Blacktown City sem spilar í áströlsku B-deildinni.