sudurnes.net
Arnór Ingvi á meðal launahæstu íþróttamanna landsins - Local Sudurnes
Arnór Ingvi Traustason landsliðsmaður í knattspyrnu þénaði um 23 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt lista sem Viðskiptablaðið hefur tekið saman yfir launahæstu íslensku atvinnumennina. Arnór Ingvi sem leikur með sænska liðinu Norrköping er í 20. sæti listans. Á listanum er að finna nokkuð marga knattspyrnumenn en það er leikmaður Swansea, Gylfi Þór Sigurðsson, sem trónir á toppi listans en hann þénaði rétt um hálfum milljarði króna meira en Arnór á síðasta ári. Arnór Ingvi sem er 23ja ára lék með Njarðvík, Keflavík og Sandnes Ulf áður en hann gekk til liðs við Norrköping árið 2014, en hann varð sænskur meistari með liðinu á síðasta ári. Meira frá SuðurnesjumIngvar Jónsson til Sandefjord í norsku B-deildinniNjarðvíkingar fá liðstyrk í fótboltanumGrindvíkingar töpuðu gegn ÞróttiTveir Suðurnesjamenn á meðal þeirra launahæstuStór og stæðilegur leikmaður gengur til liðs við NjarðvíkFlottur endurkomusigur Þróttar – Unnu C-deild Fótbolta.net mótsinsNjarðvíkingar eiga mikilvægan leik gegn Sindra á sunnudagHoltaskóli og Stóru-Vogaskóli í úrslit SkólahreystiArnar Helgi keppir á EM á Ítalíu – Vann bronsið á síðasta mótiPáll áfram með Þrótti – Hefur skorað 44 mörk í 79 leikjum