sudurnes.net
Arnar Helgi setti Íslandsmet í Doha - Local Sudurnes
Arnar Helgi Lárusson keppti í gær í 200 metra hjólastólaspretti á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem nú stendur yfir í Doha í Katar. Arnar Helgi kom í mark á tímanum 32,77 sekúndum og setti þar með Íslandsmet í greininni í fötlunarflokki T53 en gamla metið var 33,35 sekúndur. Tími hans dugði honum þó ekki til að ná inn í úrslitin en hann var í sjötta sæti í sínum undanriðli og í tólfta sæti af þrettán keppendum. Arnar Helgi keppir í 400 metra kappakstri á morgun. Meira frá SuðurnesjumDavíð og Þröstur með brons á SmáþjóðaleikunumArnar Helgi í fantaformi – Hefur bætt sjö Íslandsmet á undanförnum vikumArnar Helgi með tvö Íslandsmet í Doha – MyndbandSunneva og Eydís hefja keppni á Evrópuleikunum í sundiEinar Árni verður áfram í Þorlákshöfn – “Vona að uppeldisfélaginu gangi vel”Tveggja milljarða framkvæmdir flytjist varðskipin til NjarðvíkurEnn bætir Már Íslandsmet – Keppir til úrslita í 100 metra flugsundiVilja tvöfalda laxeldið í VogumVon á yfir 200 keppendum á EM í bekkpressu sem haldið verður í ReykjanesbæAskja Ísabel Jótlandsmeistari í hestaíþróttum