Nýjast á Local Suðurnes

Arnar Helgi setti Íslandsmet í Doha

Arnar Helgi Lárusson keppti í gær í 200 metra hjólastólaspretti á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem nú stendur yfir í Doha í Katar.

Arnar Helgi kom í mark á tímanum 32,77 sekúndum og setti þar með Íslandsmet í greininni í fötlunarflokki T53 en gamla metið var 33,35 sekúndur. Tími hans dugði honum þó ekki til að ná inn í úrslitin en hann var í sjötta sæti í sínum undanriðli og í tólfta sæti af þrettán keppendum.

Arnar Helgi keppir í 400 metra kappakstri á morgun.