sudurnes.net
Alexander Veigar og Matthías Örn áfram hjá Grindavík - Local Sudurnes
Knattspyrnudeild Grindavíkur og leikmennirnir Alexander Veigar Þórarinsson og Matthías Örn Friðriksson hafa gert nýja leikmannasamninga við félagið. Alexander Veigar til þriggja ára eða út árið 2020 og Matthías Örn til tveggja ára eða út árið 2019. Alexander er uppalinn hjá Grindavík og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sumarið 2005, þá aðeins 17 ára gamall. Hann hefur leikið með nokkrum liðum í gegnum tíðina en kom aftur heim sumarið 2016 þar sem hann var yfirburðamaður í Inkasso-deildinni þar sem hann skoraði 14 mörk í 22 leikjum. Matthías kom til Grindavíkur frá Þór á Akureyri sumarið 2010 og hefur síðan þá leikið 133 leiki fyrir Grindavík. Meira frá SuðurnesjumUppskeruhátíð yngri flokka NjarðvíkurGrindvíkingar á topp Inkasso-deildarinnar eftir sigur á LeikniKeflavík fór létt með Leikni – Grindavík tapaði í markaleik á AkureyriGuðjón Árni framlengir við Keflavík – Tekur einnig þátt í þjálfunVíðissigur í grannaslag – Þróttur vann fyrsta leikinnEinar Orri mun leika með Keflvíkingum í 1. deildinniGrindavík semur við nokkra leikmenn2. deildin: Víðir fer vel af stað – Jafnt hjá NjarðvíkReynismenn fá reynslubolta að láni frá GrindavíkLeikmaður Grindavíkur til reynslu hjá Malmö