Nýjast á Local Suðurnes

Alexander Veigar og Linda best í Grindavík

Á fjórða hundruð manns mættu á lokahóf knattspyrnudeildar UMFG fór fram í með glæsibrag þann 24. september í íþróttahúsinu í Grindavík. Bjarni Óla eða Bíbbinn töfraði fram hlaðborð kvöldsins. Selma Björns og Regína Ósk trylltu lýðinn, Hjalli og Bjarki stóðu sig vel sem veislustjórar og að lokum spilaði hljómsveitin Brimnes undir dansi í rúma þrjá tíma án þess að taka sér hlé.

Verðlaun voru veitt á hófinu fyrir tímabilið og fengu eftirfarandi verðlaun:

Meistaraflokkur karla:
Besti leikmaður: Alexander Veigar Þórarinsson
2. sæti Björn Berg Bryde
3. sæti Rodrigo Gomes
Mikilvægasti leikmaðurinn: Gunnar Þorsteinsson
Markahæstur: Alexander Veigar.

Meistaraflokkur kvenna:
Besti leikmaðurinn: Linda Eshun
2. sæti Marjani Hing Glover
3. sæti Dröfn Einarsdóttir og Sara Hrund Helgadóttir.
Efnilegust: Kristín Anítudóttir Mcmillan
Markahæst: Marjani Hing Glover

Eftirtaldir félagar voru gerðir að heiðursfélögum:
Ágúst Ingólfsson, Hilmar Knútsson, Jón Guðmundsson, Pétur Pálsson og Svanur Sigurðsson.
Jón Þór Hallgrímsson fékk viðurkenningu fyrir 10 ára starf. Jónasi Þórhallssyni formanni var færð gjöf en hann varð 60 ára á dögunum.