Nýjast á Local Suðurnes

Afleitar lokamínútur kostuðu Njarðvík sigur á Sauðárkróki

Erlend og innlend lið hafa áhuga á að fá Hauk Helga í sínar raðir

Njarðvíkingar leiddu mest all­an leik­inn gegn Tindastóli í kvöld en slappur 4. leikhluti varð til þess að Tindastóll stal sigrinum á lokamínútunum. Leikurinn var jafn og spennandi alln tímann, en Njarðvíkingar voru þó ávallt skrefinu á undan, staðan í leikhléi var 40-43 fyrir Njarðvík.

Spennan hélt áfram í þriðja leikhluta, en Tindastólsmenn voru þó að taka við sér og náðu að minnka muninn niður í eitt stig, 60-61. Fjórði leikhluti var svo eign Stólanna, þeir sigu fram úr og höfðu að lokum 9 stiga sigur, 88-79.

Martez var stigahæstur Njarðvíkinga með 21 stig, Logi Gunnarsson skoraði 20 og Haukur Helgi 12.

Tölfræði leiksins má finna hér.