Nýjast á Local Suðurnes

Ætla sér að taka hressilega á Stjörnumönnum – Betra að mæta snemma Ljónagryfjuna

Það má búast við skemmtilegri og spennandi viðureign þegar Njarðvíkingar taka á móti Stjörnunni í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 Njarðvíkingum í vil og þeir stefna á að tryggja sér sæti í undanúrslitum með því að leggja Stjörnuna að velli í kvöld.

Njarðvíkingar eru eina Suðurnesjaliðið sem eftir er í úrslitum Dominos-deildarinnar og ef liðið leggur Stjörnuna að velli munu þeir taka rimmu gegn KR-ingum í undanúrslitunum.

Serían hefur verið rosalega spennandi hingað til. Leikirnir hafa allir unnist á útivelli og því verðum við að passa að það breytist í kvöld! Ljónagryfjan er okkar vígi og við ætlum okkur ekkert annað en að taka hressilega á Stjörnumönnum í kvöld þegar þeir koma í heimsókn!

ði lið munu mæta dýrvitlaus og gefa allt í sölurnar. Þetta verður stríð, bæði inná vellinum sem og í stúkunni! Við skulum öll sem eitt láta vel í okkur heyra frá fyrstu mínútu í kvöld og styðja strákana í því sem koma skal. Segir á Facebook-síðu Kkd. Njarðvíkur

Það verður opnað fyrir miðasöluna í Ljónagryfjunni klukkan 18:00 og er fólk hvatt til að mæta sem fyrst því það munu svo sannarlega færri komast að en vilja, segir á Facebook-síðu Njarðvíkinga.