sudurnes.net
Aðgerðin tókst vel - Bonneau vill hvergi vera nema í Njarðvík - Local Sudurnes
Bandaríski leikmaður Njarðvíkinga í körfuknattleik, Stefan Bonneau gekkst undir aðgerð í dag, eftir að hafa slitið hásin á hægri fæti. Bonneau hefur sem kunnugt er verið frá keppni í um sex mánuði eftir að hafa slitið hásin á vinstri fæti fyrir tímabilið. Á Facebook síðu Njarðvíkinga kemur fram að aðgerðin hafi tekist vel og að kappinn muni koma sterkur til leiks næsta haust. “Adgerdin à Stefan Bonneau gekk afar vel í dag. Hann mun hvílast yfir nòtt à spítalanum og koma heim à morgun. Nù tekur vid bataferli en hann mun koma tvíelfdur til baka i haust. Hann vill hverfi annars stadar vera en hjà okkur í Njardvík, er thakklàtur fyrir eiga okkur öll ad. KKD Njardvikur koma à framfæri thakklæti til allra sem hafa haft samband à umlidnum dögum med thad eitt i huga ad koma Stefan til adstodar med einum eda ödrum hætti. Thid erud frábær, àn ykkar væri thetta erfitt en med ykkar hjàlp thà reddast thetta allt saman” Segir á Facebook-síðu Kkd Njarðvíkur. Meira frá SuðurnesjumPenninn á lofti í Grindavík – Sex leikmenn skrifuðu undir samninga í körfunniStefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöldÚrslitakeppni Dominos-deildarinnar hefst 17. mars – Sjáðu leikdagana hér!Bonneau og [...]