Nýjast á Local Suðurnes

Aðalfundur Keflavíkur: Allar deildir félagsins með gæðavottun ÍSÍ

Frá aðalfundi Keflavíkur

Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags var í gærkveldi fimmtudaginn 25. febrúar. Einar Haraldsson var endurkjörinn sem formaður og stjórn félagsins er óbreytt. Fram kom á fundinum að rekstur félagsins sé góður og er rekstrarniðurstaða jákvæð.

Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ veitti Blakdeild Keflavíkur fyrstu vottun sína sem fyrirmyndarfélag/deild ÍSÍ einnig var endurnýjuð vottun badminton-, fimleika-, knattspyrnu-, körfuknattleiks-, skot-, og sunddeildar og eru þá allar deildir félagsins með gæðavottun ÍSÍ.

Gullheiðursmerki Keflavíkur  var veitt Ragnari Erni Péturssyni og Ellerti Eiríkssyni. Því miður gátu þeir ekki verið viðstaddir vegna veikinda en fundurinn sendir þeim bestu batakveðjur um leið og þeim er óskað til hamingju með þennan heiður. Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ sæmdi Einar Helga Aðalbjörnsson og
Odd Sæmundsson starfsmerki UMFÍ. Starfsbikar félagsins var veittur Ólafi S. Guðmundssyni.