Nýjast á Local Suðurnes

40 þátttakendur frá Reykjanesbæ á landsmóti 50 ára og eldri

Alls eru 41 þàtttakandi frà Reykjanesbæ à Blönduósi þar sem þau taka þàtt í 5. Landsmóti UMFÍ 50+ en þar er keppt í hinum ýmsu greinum alla helgina. Að þessu sinni taka 35 lið þàtt í mótinu og á Reykjanesbær sex lið.

Eins og með önnur landsmót UMFÍ þá er það íþróttakeppnin sem skipar stærstan sess á mótinu en síðan eru það fjölmargir viðburðir sem skreyta dagskrána. Lögð er áhersla á að þátttakendur hafi gaman og skemmti sér á mótinu.

landsmót brons

Lið Reykjanesbæjar í Boccia nældi sér í brons.

Lið Reykjanesbæjar hafa þegar unnið til verðlauna á mótinu en þeir Hàkon Þorvaldsson, Ísleifur Guðleifsson og Marinó Haraldsson hlutu bronsið í boccia þegar þeir sigruðu lið Garðbæinga með einum bolta í lokakasti.