sudurnes.net
Njarðvíkurstúlkur í úrslit Maltbikarsins - Local Sudurnes
Njarðvíkurstúlkur eru komnar í úrslitaleik Maltbikarsins eftir ótrúlega flottan sigur á Skallagrími, en leikið var í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 78-75 Njarðvík í vil. Skallagrímur leiddi nær allan leikinn ef undan eru skildar upphafsmínúturnar, en Njarðvíkingar voru aldrei langt undan. Ótrúlega góður lokaleikhluti þar sem allt virtist ganga upp hjá Njarðvíkingum skilaði svo þessum sæta sigri, en gengi liðsins í deildinni hefur verið afar slakt það sem af er vetri. Shalonda Winton fór mikinn í liði Njarðvíkur en hún setti 31 stig, tók 15 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þar á eftir kom Hrund Skúladóttir með 14 stig en hún tók einnig 5 fráköst. Erna Freydís Traustadóttir var svo með 11 stig. Meira frá SuðurnesjumKeflvíkingar bikarmeistarar eftir sigur á NjarðvíkingumHeppnissigur hjá Njarðvík gegn nýliðum ValsTók skóna fram á ný og setti fimm mörkGrindavíkurstúlkur í góðri stöðu eftir sigur á HaukumDominos-deildin: Sigur hjá Keflvíkingum – Tap hjá NjarðvíkingumNaumt tap hjá Njarðvíkingum sem léku án Loga og Hauks HelgaSlæmur dagur hjá Njarðvík og Grindavík í Dominos-deildinniNjarðvíkurstúlkur áfram í MaltbikarnumDramatík hjá Keflavík – Margrét rekin og Falur hættur sem formaðurVíðismenn töpuðu stórt í Borgunarbikarnum