Nýjast á Local Suðurnes

160 krakkar kepptu á Speedomóti ÍRB

Mikil gleði og ákaft keppnisskap skein úr augum unga sundfólksins sem keppti á öðru Speedomóti ÍRB, sem fram fór í Vatnaveröld. Mót þetta er ætlað er fyrir sundmenn 12 ára og yngri og stendur eingöngu yfir í einn dag.

Alls tóku tæplega 160 sundmenn frá frá fimm félögum þátt í mótinu, en mótið gekk afar vel. Þau félög sem kepptu á mótinu ásamt ÍRB voru: Ármann, Ægir, ÍA og Þróttur Vogum. Sundfólk ÍRB stóð sig mjög vel og var mjög oft á verðlaunapalli, jafnvel öllum þremur pöllunum.

Lið ÍRB því vann sjö af þeim átta boðsundum sem keppt var í. Þetta form af sundmóti hefur mælst afar vel fyrir hjá öðrum sundliðum og er stefnan sett á að festa þessi mót í sessi. Eitt innafélagsmót féll á mótinu en þar átti í hlut Denas Kazulis í 50m skriðsundi hnokka átta ára og yngri, en það met var bæði ÍRB og Njarðvíkurmet.

Speedomót1

speedomot2

speedomot4