sudurnes.net
Yfir 30 fiskréttir á Kútmagakvöldi - Local Sudurnes
Hið árlega Kútmagakvöld Lionsklúbbs Grindavíkur fer fram í íþróttahúsinu föstudaginn 6. mars næstkomandi klukkan 18:00. Að venju verður um stórglæsilegt sælkerahlaðborð að ræða með yfir 30 tegundum af fiskréttum. Skemmtiatriði verða á heimsmælikvarða segir í tilkynningu frá Lionsklúbbnum. Fram koma Bryndís Ásmundsdóttir sem þekkt er fyrir sitt magnaða Tinu Turner show, Eyþór Ingi sem er án efa einn magnaðasti söngari landsins, Pálmi Sigurhjartarson og síðan stígur á svið Lalli töframaður. Miðaverð er 10.000 þúsund krónur fyrir einstaka samveru og skemmtun. Sölustaður miða er umboðsskrifstofa Sjóvá í Grindavík en opið er frá 10:00 – 16:00. Miðapantanir eru í síma 426-7150 milli 10:00 – 16:00 en í síma 893-5131 eftir klukkan 16:00 Meira frá SuðurnesjumSamtökin Betri bær og Reykjanesbær bjóða upp á JólakofannLöngu uppselt á þorrablót íþróttafélaganna – Svona gætirðu nælt í miða!Bjóða veglegan afslátt í leiktæki á LjósanóttKarlakórinn rokkar með Eyþóri Inga – Geta bætt við sig allt frá dýpsta bassa upp í bjartasta tenórLjósanótt: Lög unga fólksins – Þrjár sýningar í Andrews leikhúsinu700 söngmenn þenja raddir um helginaIceland Defense Force – Ásbrú, síðasta sýningarhelgiStefnir í bráðskemmtilega vortónleika Karlakórs Keflavíkur og Eyþórs IngaEyþór Ingi heldur aukatónleikaÖflug dagskrá á Ránni á 34 ára afmæli