sudurnes.net
Yfir 150 viðburðir skráðir á Ljósanótt - Sex daga hátíðarhöld - Local Sudurnes
Ljósanótt í Reykjanesbæ verður haldin í 20. sinn dagana 4. til 8. september næstkomandi. Hátíðin mun þó spanna sex daga þar sem tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hljómahöll 3. september er upptaktur að Ljósanótt. Ljósanótt í Reykjanesbæ var fyrst haldin árið 2000 og er því stórafmæli í ár. Þetta byrjaði allt með einum degi en nú nær hátíðin orðið yfir í tæpa viku. Sú skemmtilega þróun hefur ekki síst orðið til vegna þátttöku íbúanna sjálfra sem breyst hafa frá því að hafa verið í hlutverki neytenda í það að verða sífellt meira í hlutverki framkvæmdaaðila. Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur nefnilega breyst á þessum 20 árum í þá átt að verða sífellt meiri svokölluð þátttökuhátíð. Bæjarbúar hafa orðið virkari í því að skapa þá hátíð sem þeir vilja halda með því að standa sjálfir fyrir ýmis konar viðburðum og við það eykst gildi hennar til muna. Sömu sögu er að segja af styrktaraðilum hátíðarinnar sem standa þétt við bakið á henni. Nýir aðilar bætast í hópinn í ár með myndarlegum hætti, fullir meðvitundar um það að jákvæð ímynd bæjarins skipti máli fyrir fyrirtækin sem í bænum starfa og að jákvæð ímynd hafi sem dæmi áhrif á aðgang þeirra að [...]