sudurnes.net
Yfir 100 börn á Suðurnesjum búa við fátækt - Enn hægt að leggja söfnun til jólagjafakaupa lið - Local Sudurnes
Um 70 fjölskyldur, skjólstæðingar Velferðarsjóðs Suðurnesja munu fá gjafir undir jólatréð, að ógleymdum skógjöfum frá jólasveinum í gegnum söfnun sem Styrmir Barkarson stendur fyrir ásamt þeim þeim Freydísi Kneif, Írisi Dröfn og Gunnheiði, kennurum í Myllubakkaskóla. Það eru yfir 100 börn á Suðurnesjum sem búa við fátækt og enn er hægt að leggja söfnuninni lið. “Það eru yfir 100 börn á Suðurnejsum sem búa við fátækt. Á landinu öllu eru þau á annað þúsund. Það er ekki í lagi. Ég get kannski ekki lagað það en ég get gert hvað ég get til að leyfa krökkunum að njóta jólanna.” Sagði Styrmir í samtali við Local Suðurnes þegar söfnunin var nýhafin í nóvember síðastliðnum. Þetta er þriðja árið í röð sem Styrmir stendur fyrir söfnun af þessu tagi og segir hann í samtali við Local Suðurnes að svipuð upphæð hafi safnast í ár og undanfarin ár, eða um hálf milljón króna. Hann vill þó benda á að söfnuninni sé ekki lokið: “Erum enn að safna. Náðum að safna svipuðu og í fyrra en takmarkið er samt alltaf að gera betur. Það stefnir þó í að við náum að safna fyrir gjöfum handa öllum. Allar aukakrónur verða notaðar í páskaegg og færast yfir í næsta [...]