Nýjast á Local Suðurnes

Vel fagnað í skrúðgarðinum þegar Arnór Ingvi skoraði – Myndir og myndband!

Það er óhætt að segja að ósvikinn fögnuður hafi brotist út í skrúðharðinum í Keflavík þegar Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands gegn Austurríki í gær, en fjöldi fólks var samankomið til að fylgjast með leiknum sem sýndur var á risaskjá í boði geoSilica og fjölda annara styrktaraðila, enda veðrið með besta móti.

Íslendingar leika gegn Englandi á mánudag og gerir langtímaspá Veðurstofu Íslands ráð fyrir breytilegri átt, úrkomu og hita á bilinu 8-15 stig á landinu fyrir þann daginn – En þá er bara að  klæða sig eftir veðri og mæta í skrúðgarðinn.

Meðfylgjandi myndir og myndband segja meira en þúsund orð, en fleiri myndir er að finna á Facebook-síðu EM skjásins.

emskjar1

 

emskjar3