sudurnes.net
Valdimar með aukatónleika í Hljómahöll - Local Sudurnes
Hin frábæra hljómsveit Valdimar heldur aukatónleika í Stapa í Hljómahöll þann 30. desember kl. 23:00 en uppselt er á fyrri tónleika sveitarinnar sem hefjast kl. 20. Hljómsveitin Valdimar var stofnuð árið 2009 þegar Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson byrjuðu að semja lög heima hjá Ásgeiri. Fljótlega varð til 6 manna hljómsveit sem sló óvænt í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Plötur sveitarinnar eru orðnar þrjár talsins og hafa þær allar notið hylli áheyrenda sem gagnrýnenda. Tónlistin þeirra byggist upp á mikilli dýnamík allt frá rólegum melódíum, upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun. Tónlistarstefnu þeirra er best að lýsa sem electro indie blöndu með rætur í Americana tónlist, þó svo aðdáendum finnist það einfaldlega ekki skipta máli að skilgreina tónlist sveitarinnar. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og opnar húsið kl. 19:00. Seinni tónleikarnir hefjast kl. 23:00 og opnar húsið kl. 22:30. Meira frá SuðurnesjumHljómsveitin Valdimar heldur tónleika í HljómahöllElektrónísk Ljósanæturhelgi á Paddy´s – Vök og Trilogia halda tónleikaCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðVestnorræna ráðið býður íbúum Suðurnesja á menningarkvöld á föstudaginnElíza á TrúnóLeoncie tekur lagið í Reykjanesbæ í kvöldHjörleifur betri að mati [...]