Nýjast á Local Suðurnes

Ummæli Lagerback um móttökurnar við Reykjanesbraut rötuðu í heimspressuna

Flestir af stærri fjölmiðlum heims hafa fjallað um móttökurnar sem íslenska landsliðið í knattspyrnu fékk við komuna til landsins í gær eftir frábæran árangur á Evrópumótinu í knattspyrnu. Lars Lagerback, þjálfari landsliðsins var hrifinn af móttökunum sem liðið fékk frá íbúum Suðurnesja við Reykjanesbraut og hafði sérstaklega orð á því í viðtölum við fjölmiðla.

Ummæli landsliðsþjálfarans hafa nú ratað í heimspressuna, en nokkrir erlendir fjölmiðlar birta þessi ummæli í fréttum sínum af fagnaðarlátunum á Íslandi.

Their efforts in France explained the heroic reception they received, and co-manager Lars Lagerback, who shared the job with Heimir Hallgrimsson, could not hide his delight.

Lagerback said: ‘It’s absolutely fantastic. You understand it of course a little bit when you’re down there, but now when we came home and along the way from Keflavik and in there were a lot of people on the road. To see this of course is fantastic. Segir meðal annars á vef breska miðilsins Mailonline.

Móttakan við Reykjanesbraut var skipulögð á samfélagsmiðlinum Facebook, í flestum þeim hópum sem íbúar svæðisins nota til að koma sínum málum á framfæri. Hundruðir íbúa sveitarfélagana á Suðurnesjum svöruðu kallinu og stilltu sér upp, íklæddir bláu með fána í hönd, við Reykjanesbrautina frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar til Voga.