Nýjast á Local Suðurnes

Umhverfisverðlaun Sandgerðisbæjar

Holtsgata 3 var verðlaunagarðurinn í ár

Undanfarin ár hefur orðið mikil vakning á meðal bæjarbúa hvað varðar garðrækt og umhirðu húsa. Sangerðisbær veitti á dögunum árlegar umhverfisviðurkenningar bæjarins til eigenda þeirra eigna sem þykja snyrtilegar og vel hirtar. Viðurkenningarnar voru afhentar við hátíðlega athöfn á setningu Sandgerðisdaga í Safnaðarheimilinu.

Holtsgata 3 var verðlaunagarðurinn í ár en eigendur hans eru Hervör Steina Þorkelsdóttir og Sigurður Magnússon.

Einnig voru aðrar viðurkenningar veittar:

Viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi húss og lóðar: Bjarmaland 7, eigendur Salóme Kristjánsdóttir og Kári Sæbjörnsson.

Viðurkennig fyrir gróskumikin og vel við haldinn garð: Stafnesvegur 4, eigendur Valgerður A. Bergsdóttir og Elís Björn Klemensson.

Viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis: I-Stay tjaldstæði, eigendur Hjördís Ósk Hjartardóttir og Jónas Ingason.