Nýjast á Local Suðurnes

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar stofnar barnakór

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar mun stofna barnakór sem ætlaður er börnum á aldrinum 9-11 ára. Barnakórinn er ætlaður fyrir bæði nemendur Tónlistarskólans og önnur börn á þessum aldri sem búsett eru í Reykjanesbæ. Kórstjóri og kennari er Bylgja Dís Gunnarsdóttir og meðleikari á píanó er Sigrún Gróa Magnúsdóttir.

Börn sem áhuga hafa á að taka þátt þurfa ekki að vera nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en þurfa að að greiða kórgjald, sem er stillt mjög í hóf, eða 20,000 kr. fyrir allan veturinn. Almennir nemendur Tónlistarskólans greiða ekki kórgjaldið.

Æfingar verða á mánudögum og fimmtudögum frá kl.16-16.45 í Tónlistarskólanum, Hjallavegi 2. Umsækjendur verða teknir í raddprófun áður en inntaka í kórinn verður staðfest og hámarksfjöldi er 40 börn.

Innritun er hafin og fer hún fram á skrifstofu skólans. Skrifstofan er opin mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl.13-17 og miðvikudaga frá kl. 9-13.