Nýjast á Local Suðurnes

Þrettándagleði í Reykjanesbæ frestað vegna veðurs – Verður haldin á laugardag

Vegna óhagstæðs veðurs og vindáttar er fyrirhugaðri þrettándaskemmtun, sem fara átti fram í dag, frestað til laugardagsins 9. janúar. Við þær aðstæður sem eru í dag er ekki hægt að kveikja í brennu og vandkvæði við að setja upp svið. Spáin fyrir laugardag er góð eins og stendur og stefnum við á frábæran dag þá, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Dagskráin verður óbreytt en hefst klukkustund fyrr.

Kl. 16 – 17 Luktarsmiðja í Myllubakkaskóla (gengið inn frá Suðurtúni)

Takið með ykkur glerkrukku að heiman og útbúið fallega lukt til að ganga með í blysförinni að hátíðarsvæði. Allt efni til skreytinga á staðnum og led ljós til að setja í luktina.
Verð kr. 300.

Kl. 17:00   Blysför að hátíðarsvæði

Lagt af stað frá Myllubakkaskóla í fylgd álfakóngs og drottningar, álfa, púka og barna með luktirnar sínar.
Tónlistardagskrá á sviði undir stjórn Grýlu og jólasveins.
Álfakór flytur þrettándasöngva
Grýla og jólasveinninn taka lagið með börnunum
Kynjaverur á sveimi

Þrettándabrenna á Bakkalág.
Heitt kakó og piparkökur til að ylja sér á.

Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur, Skátafélagið Heiðabúar, Björgunarsveitin Suðurnes,Lúðrasveit og Trommusveit Tónlistarskólans taka þátt í dagskránni.

Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes

Ath. Bílastæði eru við Ægisgötu og Ráðhús, Tjarnargötu 12.