sudurnes.net
Þorgerður Elíasdóttir Grindvíkingur ársins 2015 - Local Sudurnes
Grindvíkingar hafa valið mann ársins 2015, það var Þorgerður Elíasdóttir sem varð fyrir valinu sem var á vegum heimasíðu Grindavíkurbæjar. Þorgerður steig það skref að fara í ABC hjálparstarfsskóla sem samtökin ráku og var undirbúningur fyrir fólk sem hefur áhuga á að bjóða sig fram til hjálparstarfa. Hún gekk hér hús úr húsi og seldi ýmislegt til að hjálpa þessum samtökum að fjármagna hjálparstarfið fyrir fátæk börn. Hún tók þá ákvörðun að fara til Kenýa á vegum ABC í mars 2015 og dvaldi þar í 5 vikur við að hjálpa börnum sem búa við mjög bág kjör. Hún fjármagnaði sjálf ferð sína, sem var æði kostnaðarsöm, með mikilli vinnu, fyrst flug til Amsterdam og þaðan til Kenýa. Þegar hún lagði í ferðina miklu var hún búin að sanka að sér fötum og ýmislegu til að gefa börnunum. Hún fór út með fullar ferðatöskur og margklæddi sjálfa sig til að geta komist með sem mest af fötum út. Hún lagði mikið á sig og sýndi samkennd, samhyggð og það að einstakingar geta lagt mikið til viðfangsefna af ýmsum toga ef þeir hafa kjark og þor. Í apríl s.l. kom hún og kynnti fyrir skólanemum í 5. bekk í Grunnskóla Grindavíkur sem voru að [...]