Nýjast á Local Suðurnes

The Sunday Boys koma fram í Grindavíkurkirkju – Lofa eftirminnilegum tónleikum

Enski karlakórinn The Sunday Boys mun koma fram í Grindavíkurkirkju næstkomandi föstudagskvöld, og lofa þeir félagar fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. Kórinn er í sinni fyrstu ferð utan Englands og munu halda tvenna tónleika í heimsókn sinni til Íslands og aðra þeirra hér í Grindavík.

Stjórnandi kórsins er Michael Betteridge, en auk þess að vera stjórnandi kórsins er hann þekkt tónskáld og hefur unnið með þekktum listamönnum og hljómsveitum. Michael hefur áður komið til Íslands og unnið með íslenskum tónlistarmönnum.

Á dagskrá kórsins verða ný og eldri verk, dægurlög og tónlist sem við ættum öll að kannast við eftir t.d. John Grant, Billy Joel og Benjamin Britten auk þess sem kórinn frumflytur verk eftir Anna Appelby og stjórnanda kórsins Michael Batteridge.

Kórfélagar lofa gestum eftirminnilegum tónleikum en kórinn hefur haldið tónleika víða um England og í sínu nánast umhverfi, Manchester. Kórfélagar hittast einu sinni í viku, á sunnudagskvöldum í miðborg Manchester og sumarið 2017 stóð kórinn fyrir tónleikum til þess að minnast þess að fyrir fimmtíu árum vannst mikill áfangi í réttindabaráttu samkynnhneigðra þegar samkynhneigð var ekki lengur talin til glæpsamleg.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og eru haldnir í Grindavíkurkirkju. Aðgansgeyrir er 2.000 kr