sudurnes.net
Það verður sungið og dansað á þrettándagleði í Vogum - Local Sudurnes
Árleg þrettándagleði verður haldin í sveitarfélaginu Vogum þann 6. janúar næstkomandi. Á dagskránni er meðal annars kyndlaganga ásamt kóngi og drottningu í broddi fylkingar, gangan hefst við félagsmiðstöðina klukkan 18. Gengið verður niður Hafnargötuna, inn á göngustíg í átt að skólanum og endað hjá brennunni við skólann. Brennan er í boði Lionsklúbbsins Keilis. Eftir brennuna verður haldið í Tjarnarsalinn, þar verður mikil gleði, sungið og dansað. Allir 12 ára og yngri fá glaðning. Veitt verða verðlaun fyrir skemmtilega búninga. Nú er um að gera að finna gömlu búningana sína og skella sér í göngu og hafa gaman saman. Boðið verður uppá andlitsmálun fyrir yngri krakkana í félagsmiðstöðinni frá klukkan 17:00-17:50. Flugeldamarkaður björgunarsveitarinnar Skyggnis verður opinn á þrettándanum frá kl 14:00-17:00. Meira frá SuðurnesjumVogabúar með þrettándagleði í dag – Allir yngri en 12 ára fá glaðningLasertag og kajakkennsla á leikjanámskeiðiListahátíð barna í Reykjanesbæ í 11. sinnStelpur rokka! með rokksumarbúðir í ReykjanesbæJólaljósin á vinabæjarjólatrénu í Reykjanesbæ tendruð á sunnudagÞrettándagleði með hefðbundnum hættiCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðKaramelluregn og sirkuslistir í Grindavík á þjóðhátíðardaginnJóladagskrá fjölskyldunnar í Duus SafnahúsumBrenna og flugeldasýning á þrettándagleði