Nýjast á Local Suðurnes

Það breytir lífi þínu að heimsækja Grindavík að mati Inc. Magazine

Það eru sjö staðir í heiminum, þar á meðal Grindavík, sem menn verða að heimsækja einhverntímann á lífsleiðinni því það mun breyta lífi manns til hins betra, eða það er að minnsta kosti mat rithöfundarins Peter Economy sem skrifar reglulega fyrir bandaríska viðskiptatímaritið Inc. Peter þessi hefur meðal annars skrifað bækurnar Managing For Dummies og The Management Bible sem hafa selst í milljónum eintaka.

Peter_Economy_8x10_28903

Peter Economy

Grein Peters á vef Inc. fjallar um þá sjö staði í heiminum sem gætu mögulega breytt lífi fólks ef það heimsækir þá en þó Grindavík sé á listanum er aðallega talað um að það sé heimsókn í Bláa lónið sem sé ómissandi enda mun lónið vera einn rólegsti og þægilegsti staðurinn í heiminum að heimsækja fyrir rithöfunda og aðra þá sem þurfa að slaka á og hreinsa hugann, að mati Peters.

Grindavík kemst þarna á lista með stöðum eins og San Fransisco, Cape Town og Istanbul.